Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Vísir/eyþór „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent