Gagnrýnir umhverfissinna sem vilja ráða landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2018 20:00 Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga. Umhverfismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga.
Umhverfismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira