Viltu vera vinur minn? Fyrri hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:00 Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun