Viltu vera vinur minn? Fyrri hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:00 Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar