Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. Vísir/ERNIR Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00