168 milljónir í skaðabætur vegna umboðssvika við þyrlusölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 14:54 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira