Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 13:18 Frá sendiráði Rússlands í Washington DC. Vísir/AFP Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri. Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03