„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 15:10 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/AFP Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25