„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 15:10 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/AFP Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25