Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. Vísir/Ernir Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00