Tugmilljóna skattur á styrktarsjóði skoðaður Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir HÍ greiða styrktarsjóðir skólans meira í fjármagnstekjuskatt en sjóðir á Norðurlöndunum. Vísir/Anton „Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
„Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira