Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Grunnskólakennarar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning um þessar mundir. Vísir/AntonBrink Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira