Lýðræðisveisla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:42 Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar