Segir taugaeitrið mögulega á ábyrgð breskrar rannsóknarstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 07:55 Vladimir Chizhov, sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu segir að taugaeitrið, sem notað var við árás á rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans fyrr í mánuðinum, gæti verið upprunnið á breskri rannsóknarstofu. Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. Þá sagði hann Rússa ekki eiga birgðir af eitrinu og að Porton Down-rannsóknarstofan, þar sem eitrið gæti átt uppruna sinn, væri staðsett í einungis 12 kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum. Aðspurður sagði Chizhov þó ekki hafa nein haldbær sönnunargögn fyrir því að eitrið ætti rætur sínar að rekja til Porton Down. Rannsóknarstofan er rekin af bresku ríkisstjórninni og sinnir háleynilegum verkefnum.Sjá einnig: Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Breska ríkisstjórnin sagði ummæli Chizhov „þvætting“ og að í þeim væri ekki „arða af sannindum.“ Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands og liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Rússar lýstu því yfir í gær að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi. Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar. Eru Rússar taldir standa að baki árásinni á Skripal-feðginin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu segir að taugaeitrið, sem notað var við árás á rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans fyrr í mánuðinum, gæti verið upprunnið á breskri rannsóknarstofu. Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. Þá sagði hann Rússa ekki eiga birgðir af eitrinu og að Porton Down-rannsóknarstofan, þar sem eitrið gæti átt uppruna sinn, væri staðsett í einungis 12 kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum. Aðspurður sagði Chizhov þó ekki hafa nein haldbær sönnunargögn fyrir því að eitrið ætti rætur sínar að rekja til Porton Down. Rannsóknarstofan er rekin af bresku ríkisstjórninni og sinnir háleynilegum verkefnum.Sjá einnig: Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Breska ríkisstjórnin sagði ummæli Chizhov „þvætting“ og að í þeim væri ekki „arða af sannindum.“ Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands og liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Rússar lýstu því yfir í gær að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi. Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar. Eru Rússar taldir standa að baki árásinni á Skripal-feðginin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45