Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 13:32 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands hafa ákveðið að reka 23 rússneska erindreka úr landi. Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Hún segir Rússa hafa ekki veitt nokkra skýringu á hvernig taugaeitrið hafi verið notað í Bretlandi og hafi nálgast málið af „kaldhæðni, vanvirðingu og andstöðu“.Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsRússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Sendiráð Rússlands í Bretlandi segir aðgerðir Breta vera óvinveittar, óásættanlegar, óréttmætar og skammsýnar.Statement of the Russian Embassy https://t.co/UvisUyqzMw pic.twitter.com/PpvXxN03nx— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa ákveðið að reka 23 rússneska erindreka úr landi. Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Hún segir Rússa hafa ekki veitt nokkra skýringu á hvernig taugaeitrið hafi verið notað í Bretlandi og hafi nálgast málið af „kaldhæðni, vanvirðingu og andstöðu“.Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsRússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Sendiráð Rússlands í Bretlandi segir aðgerðir Breta vera óvinveittar, óásættanlegar, óréttmætar og skammsýnar.Statement of the Russian Embassy https://t.co/UvisUyqzMw pic.twitter.com/PpvXxN03nx— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38