Enn rífst Trump og skammast á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2018 21:30 Trump er allt annað en sáttur með rannsókninna á möguleg afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Trump segir rannsóknina vera „ósanngjarna“ og aðallega mannaða demókrötum og stuðningsmönnum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í kosningunum 2016. Lét Trump vaða á Twitter fyrr í dag og í gær og segir í frétt BBC að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump nafngreinir Mueller þegar hann gagnrýnir rannsóknina, líkt og hann hefur oft gert, yfirleitt á Twitter. „Af hverju er Mueller-teymið með þrettán reynda demókrata, sumir af þeim miklir stuðningsmenn Spilltu Hillary en enga repúblikana? Nýbúið að bæta við demókrata...finnst einhverjum þetta sanngjarnt? Samt sem áður var EKKERT LEYNIMAKK!“ skrifaði Trump á Twitter.Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Yfirmaðurinn er samflokksmaður Trump Benda flestir fjölmiðlar ytra á þá staðreynd að yfirmaður rannsóknarinnar, Mueller sjálfur, sé repúblikani. Í frétt Washington Post segir að þrettán af sautján meðlimum teymis Mueller hafi á einhverjum tímapunkti verið skráðir í Demókrataflokkinn, hinir fjórir hafa ekki verið skráðir í flokk eða ekki var hægt að finna upplýsingar sem bentu til slíks.Níu af þessum sautján hafa stutt Demókrataflokkinn fjárhagslega, samtals um 57 þúsund dollara, en meirihluti þess fjármagns kom úr vasa eins af meðlimum teymis Mueller, en sá hinn sami studdi einnig repúblikana fjárhagslega. Sex af þeim lögðu fram fjárframlög til stuðnings Hillary Clinton í kosningunum 2016.Trump hefur eindregið verið varaður við því af lögmönnum sínum að gagnrýna Mueller sjálfan opinberlega og hefur að mestu leyti haldið sig við þær ráðleggingar, þangað til í gær.„Mueller rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem það var ekkert samráð og engir stríðsglæpir,“ skrifaði Trump. „Rannsóknin var byggð á sviksamlegu athæfi og gerviskýrslu sem Spillta Hillary og landsnefnd Demókrata greiddi fyrir og ósæmilega notuð fyrir dómstólum til að fá heimild til að fylgast með framboði mínu. NORNAVEIÐAR!“The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime. It was based on fraudulent activities and a Fake Dossier paid for by Crooked Hillary and the DNC, and improperly used in FISA COURT for surveillance of my campaign. WITCH HUNT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Tíst Trump kom í kjölfar þess að John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn, á þeim grundvelli að hún væri gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Fyrr í dag skammaðist Trump einnig yfir James Comey og Andrew McCabe, fyrrum yfirmönnum FBI, sem báðir voru reknir, sá síðarnefndi í síðustu viku. Hefur hann afhent rannsakendum minnisblöð frá fundum hans með Trump. Þá er væntanleg endurminningabók frá Comey þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni greina frá samskiptum sínum við Trump. Tísti Trump um að hann hefði aldrei séð þá félaga taka niður glósur á fundum þeirra og efaðist hann því um tilvist minnisblaða þeirra félaga. Í frétt Washington Post er haft eftir nokkrum samflokksmönnum Trump að ætli hann sér að reka Mueller muni árið 2018 reynast mjög erfitt fyrir Trump. „Ef hann myndi reyna að gera það þá yrði það upphafið að endalokum forsetatíðar hans. Við erum þjóð þar sem lögin gilda,“ sagði Lindsay Graham, einn áhrifamesti þingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Trump segir rannsóknina vera „ósanngjarna“ og aðallega mannaða demókrötum og stuðningsmönnum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í kosningunum 2016. Lét Trump vaða á Twitter fyrr í dag og í gær og segir í frétt BBC að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump nafngreinir Mueller þegar hann gagnrýnir rannsóknina, líkt og hann hefur oft gert, yfirleitt á Twitter. „Af hverju er Mueller-teymið með þrettán reynda demókrata, sumir af þeim miklir stuðningsmenn Spilltu Hillary en enga repúblikana? Nýbúið að bæta við demókrata...finnst einhverjum þetta sanngjarnt? Samt sem áður var EKKERT LEYNIMAKK!“ skrifaði Trump á Twitter.Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Yfirmaðurinn er samflokksmaður Trump Benda flestir fjölmiðlar ytra á þá staðreynd að yfirmaður rannsóknarinnar, Mueller sjálfur, sé repúblikani. Í frétt Washington Post segir að þrettán af sautján meðlimum teymis Mueller hafi á einhverjum tímapunkti verið skráðir í Demókrataflokkinn, hinir fjórir hafa ekki verið skráðir í flokk eða ekki var hægt að finna upplýsingar sem bentu til slíks.Níu af þessum sautján hafa stutt Demókrataflokkinn fjárhagslega, samtals um 57 þúsund dollara, en meirihluti þess fjármagns kom úr vasa eins af meðlimum teymis Mueller, en sá hinn sami studdi einnig repúblikana fjárhagslega. Sex af þeim lögðu fram fjárframlög til stuðnings Hillary Clinton í kosningunum 2016.Trump hefur eindregið verið varaður við því af lögmönnum sínum að gagnrýna Mueller sjálfan opinberlega og hefur að mestu leyti haldið sig við þær ráðleggingar, þangað til í gær.„Mueller rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem það var ekkert samráð og engir stríðsglæpir,“ skrifaði Trump. „Rannsóknin var byggð á sviksamlegu athæfi og gerviskýrslu sem Spillta Hillary og landsnefnd Demókrata greiddi fyrir og ósæmilega notuð fyrir dómstólum til að fá heimild til að fylgast með framboði mínu. NORNAVEIÐAR!“The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime. It was based on fraudulent activities and a Fake Dossier paid for by Crooked Hillary and the DNC, and improperly used in FISA COURT for surveillance of my campaign. WITCH HUNT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Tíst Trump kom í kjölfar þess að John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn, á þeim grundvelli að hún væri gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Fyrr í dag skammaðist Trump einnig yfir James Comey og Andrew McCabe, fyrrum yfirmönnum FBI, sem báðir voru reknir, sá síðarnefndi í síðustu viku. Hefur hann afhent rannsakendum minnisblöð frá fundum hans með Trump. Þá er væntanleg endurminningabók frá Comey þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni greina frá samskiptum sínum við Trump. Tísti Trump um að hann hefði aldrei séð þá félaga taka niður glósur á fundum þeirra og efaðist hann því um tilvist minnisblaða þeirra félaga. Í frétt Washington Post er haft eftir nokkrum samflokksmönnum Trump að ætli hann sér að reka Mueller muni árið 2018 reynast mjög erfitt fyrir Trump. „Ef hann myndi reyna að gera það þá yrði það upphafið að endalokum forsetatíðar hans. Við erum þjóð þar sem lögin gilda,“ sagði Lindsay Graham, einn áhrifamesti þingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15