Opið bréf til Jóhönnu Sigurðar og Loga Birgir Örn Guðjónsson skrifar 4. mars 2018 20:38 Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stj.mál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar