Stuðningsmenn Íslands farnir að fá miðana sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Það var gaman hjá Íslendingum á pöllunum á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira