Gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku lögreglu séu birtar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Ítarlegar upplýsingar úr skýrslutökum yfir kærendum eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðinum á netinu sem greint var frá í gær. Á einum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kæranda við sakborning. Vísir/vilhelm „Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45