Seacrest neitar sök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:11 Ryan Seacrest er sakaður um að hafa káfað á kynfærum stílista síns og slegið hana á rasskinnina. Vísir/Getty Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni. Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni.
Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira