Seacrest neitar sök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:11 Ryan Seacrest er sakaður um að hafa káfað á kynfærum stílista síns og slegið hana á rasskinnina. Vísir/Getty Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni. Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni.
Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent