Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 17:05 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér. Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28