Á einhver krana? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Borgarfulltrúi skrifaði grein um umferðarmál í vikunni. Þar sagði hann að ef götur væru breikkaðar og mislæg gatnamót byggð, þá væri það skammgóður vermir, bílum fjölgaði jafnharðan og allt væri komið í verri hnút. Þetta er áhugavert. Aumingja borgin byggir vegi til að létta á umferðinni og við hlaupum til og eyðileggjum allt með því að kaupa fleiri bíla og allt fer í sama horfið. Meirihlutinn í Reykjavík ætlar að stöðva þetta og nú á að fara í Sovét-stæl risalausn sem á að redda málum í eitt skipti fyrir öll, allir í strætó, allir sem einn. Staðreyndin er að fólki er að fjölga á Íslandi og því fjölgar bílunum og fólk kaupir ekki bíla til að hrekkja Skúla Helga og Dag B. Bíllinn er þægilegur ferðamáti í landi þar sem veðráttan sveiflast á milli þess að vera ömurleg og hræðileg. Borgarlínan mun ekki breyta þessu og rándýr tilraun sem gekk út á að stórauka hlutfall ferða með strætó skilaði því að hlutfallið fór úr 4% í 4%. Í öðrum fréttum vikunnar kom fram að Dagur B. hélt að ástæðan fyrir því að ekki væri byggt nóg í Reykjavíkurborg væri sú að það vantaði byggingarkrana. Þetta er í takti við þá kenningu Dags að allir aðrir en hann beri ábyrgð á þróun mála í borginni. Þetta væri fyndið ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hækkun húsnæðisverðs sem lóðaskorturinn hefur búið til, hefur leitt til hækkunar á verðbólgu og þar með kostað skuldug heimili um land allt gríðarlega fjármuni vegna hárra vaxta. Er hægt að senda reikninginn á Reykjavíkurborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúi skrifaði grein um umferðarmál í vikunni. Þar sagði hann að ef götur væru breikkaðar og mislæg gatnamót byggð, þá væri það skammgóður vermir, bílum fjölgaði jafnharðan og allt væri komið í verri hnút. Þetta er áhugavert. Aumingja borgin byggir vegi til að létta á umferðinni og við hlaupum til og eyðileggjum allt með því að kaupa fleiri bíla og allt fer í sama horfið. Meirihlutinn í Reykjavík ætlar að stöðva þetta og nú á að fara í Sovét-stæl risalausn sem á að redda málum í eitt skipti fyrir öll, allir í strætó, allir sem einn. Staðreyndin er að fólki er að fjölga á Íslandi og því fjölgar bílunum og fólk kaupir ekki bíla til að hrekkja Skúla Helga og Dag B. Bíllinn er þægilegur ferðamáti í landi þar sem veðráttan sveiflast á milli þess að vera ömurleg og hræðileg. Borgarlínan mun ekki breyta þessu og rándýr tilraun sem gekk út á að stórauka hlutfall ferða með strætó skilaði því að hlutfallið fór úr 4% í 4%. Í öðrum fréttum vikunnar kom fram að Dagur B. hélt að ástæðan fyrir því að ekki væri byggt nóg í Reykjavíkurborg væri sú að það vantaði byggingarkrana. Þetta er í takti við þá kenningu Dags að allir aðrir en hann beri ábyrgð á þróun mála í borginni. Þetta væri fyndið ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hækkun húsnæðisverðs sem lóðaskorturinn hefur búið til, hefur leitt til hækkunar á verðbólgu og þar með kostað skuldug heimili um land allt gríðarlega fjármuni vegna hárra vaxta. Er hægt að senda reikninginn á Reykjavíkurborg?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar