Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:43 Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. vísir/hanna Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna. Veður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna.
Veður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira