Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30