Aðgerðir í menntamálum Arnór Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar