Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 19:00 Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við, eins og sést á mynd. Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla, vill að tekið verði á málinu. Vísir/Samsett Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira