Vísbendingar um að unga fólkið búi lengur hjá mömmu og pabba Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Greiningardeild Arion banka segir að íbúðum hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Að mati deildarinnar vantar 9.000 íbúðir til ársins 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Ólíklegt sé að markmiðið náist. vísir/gva Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp. Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00