Hefðir í rótgrónum skólum: "Morgunsöngur, uppstoppuð dýr og menningarverðmæti“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:00 Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“ Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira