Grensásvegur og Hallgrímskirkja Dóra Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:42 Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun