Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Sigurður Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2018 18:45 Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar