„Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig. Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig.
Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira