Ferðamannaborgin Reykjavík – kafli 2 Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:09 Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun