Samhjálp í 45 ár – þakkir til samfélagsins Vörður Leví Traustason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar