Vegum lokað víða um land vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 22:09 Gul viðvörun er nú í gildi á nánast landinu öllu meðan vetrarveður gengur yfir með tilheyrandi ofankomu og skafrenningi. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49