Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Hótel Edda, dótturfélag Icelandair-hótelanna, hefur selt gistingu á Laugum í Sælingsdal á sumrin. Stefnt er að lengri opnun. vísir/gar Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira