3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 15:42 Frásögn stúlkunnar, meðal annars í Barnahúsi, þótti afar trúverðug og sannfærandi miðað við aldur hennar. Vísir/Valli Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira