Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. janúar 2018 16:45 Hjarta Páls hætti að slá og hann hneig niður við borðstofuborðið fimm tímum eftir útskrift af spítala. Ástríður reyndi allt sem hún gat til að veita honum fyrstu hjálp en Páll komst aldrei aftur til meðvitundar. Vísir/Stefán Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið skuli greiða Ástríði Pálsdóttur rúmar 17 milljónir í miskabætur vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar, Páls Hersteinssonar árið 2011. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu Ástríðar í febrúar 2016 en málinu var áfrýjað. Páll leitaði á bráðadeild Landspítala þann 28. september 2011 vegna kviðverkja og ógleði. Hann var í kjölfarið lagður inn á meltingar- og nýrnadeild. Eftir tölvusneiðmyndatöku var Páll greindur með garnastíflu í mjógirni. 1. október var hann fluttur á skurðardeild þar sem hann gekkst undir kviðsjárspeglun. Þar kom í ljós dökkleit görn og var þá tekin ákvörðun um að framkvæma opna skurðaðgerð þar se smágirnisbútur með drepi var fjarlægður. Í greinargerð skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina kom fram að við hana hafi vaknað grunur um blóðsega í bláæðum á litlu svæði í smáæðum mjógirnis. Kviðarholið hafi að öðru leyti verið eðlilegt og ekkert kallað á tafarlausa blóðþynningarmeðferð en í kjölfar aðgerðarinnar hafi Páll verið settur á fyrirbyggjandi skammta af blóðþynningarlyfi þar til ráðgjöf blóðmeinalækna lægi fyrir um meðferð. Mun skurðlæknirinn hafa gefið fyrirmæli um að send yrði beiðni um slíka ráðgjöf, sem hafi verið gert, auk þess sem rætt hafi verið símleiðis við blóðmeinalækni.Hné niður á heimili sínu Samkvæmt gögnum málsins var sá læknir þó ekki beðinn um ráðleggingar um blóðþynningarmeðferð á Páli, heldur einungis um svonefnda uppvinnslu. Kom ekki í ljós fyrr en við útskrift Páls af sjúkrahúsinu 7. október að ekki hefði verið leitað ráðgjafar um meðferð eins og skurðlæknirinn hafði óskað eftir. Að höfðu samráði við blóðmeinafræðing þann dag var ákveðið að auka skammt blóðþynningarlyfsins og Páli kennt að sprauta sig með því lyfi. Að kvöldi útskriftardagsins hné Páll niður á heimili sínu. Sjúkraflutningamenn og Ástríður reyndu endurlífgun í um 20 til 30 mínútur, en vegna blóðþurrðar varð Pál lfyrir miklum skemmdum á heila. Hann lést, en samkvæmt krufningarskýrslu var dánarorsök talin vera útbreitt hjartadrep með hjartabilun. Ástríður reisti kröfu sína á því að starfsmönnum hafi orðið á mistök við greiningu og meðferð sjúkdóms Páls sem hafi leitt til andláts hans. Í matsgerð sem hún aflaði var komist að þeirri niðurstöðu að mistök hafi í fjórum meginatriðum verið gerð við sjúkdómsgreiningu og meðferð Páls á Landspítala. Í fyrsta lagi hafi röntgenlæknar, sem greindu sneiðmyndir af kviði hans frá 28. og 30. september ekki greint myndirnar rétt. Rétt myndgreining hefði leitt til tímanlegrar blóðþynningarmeðferðar sem hefði unnið gegn frekari segamyndun og hefði þá hugsanlega ekki verið þörf á skurðaðgerð sem Páll gekkst undir 1. október 2011. Í öðru lagi hafi mistök verið gerð þegar læknar á skurðdeild hafi ekki hafið rétta blólðþynningarmeðferð við bláæðasega í garnahengi þegar sjúkdómurinn var greindur í skurðaðgerðinni en læknar hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en við útskrift Páls 7. október að sú meðferð væri ekki hafin.Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms í málinu.vísir/gvaÍ þriðja lagi hafi verið gerð mistök með því að læknar á skurðdeild hafi ekki veitt rétta stuðningsmeðferð við bláæðasega í garnahengi en í slíkri meðferð sé ráðlagt að gefa sýklalyf varla skemur en tíu daga, sérstaklega ef bólga hefur myndast í lífhimnu eins og hafi verið hjá Páli. Í fjórða lagi hafi læknar á skurðdeild ekki metið ástand Páls á réttan hátt áður en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu 7. október 2011. Í fyrrnefndri matsgerð var komist að þeirri niðurstöðu að telja megi nánast fullvíst að Páll hafi fengið bráða hjartsláttaróreglu heima hjá sér nokkrum klukkustundum eftir útskrift af Landspítala og hafi hún valdið svonefndum skyndidauða. Í matsgerð sem ríkið aflaði sagði að færa mætti fyrir því nokkuð sterk rök að höfuðástæður þess að Páll hafi fengið bráða hjartsláttaóreglu hafi verið tengdar blóðsega í garnahengi. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar ber íslenska ríkinu að greiða Ástríði 17.726.163 krónur. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Tengdar fréttir Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00 Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið skuli greiða Ástríði Pálsdóttur rúmar 17 milljónir í miskabætur vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar, Páls Hersteinssonar árið 2011. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu Ástríðar í febrúar 2016 en málinu var áfrýjað. Páll leitaði á bráðadeild Landspítala þann 28. september 2011 vegna kviðverkja og ógleði. Hann var í kjölfarið lagður inn á meltingar- og nýrnadeild. Eftir tölvusneiðmyndatöku var Páll greindur með garnastíflu í mjógirni. 1. október var hann fluttur á skurðardeild þar sem hann gekkst undir kviðsjárspeglun. Þar kom í ljós dökkleit görn og var þá tekin ákvörðun um að framkvæma opna skurðaðgerð þar se smágirnisbútur með drepi var fjarlægður. Í greinargerð skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina kom fram að við hana hafi vaknað grunur um blóðsega í bláæðum á litlu svæði í smáæðum mjógirnis. Kviðarholið hafi að öðru leyti verið eðlilegt og ekkert kallað á tafarlausa blóðþynningarmeðferð en í kjölfar aðgerðarinnar hafi Páll verið settur á fyrirbyggjandi skammta af blóðþynningarlyfi þar til ráðgjöf blóðmeinalækna lægi fyrir um meðferð. Mun skurðlæknirinn hafa gefið fyrirmæli um að send yrði beiðni um slíka ráðgjöf, sem hafi verið gert, auk þess sem rætt hafi verið símleiðis við blóðmeinalækni.Hné niður á heimili sínu Samkvæmt gögnum málsins var sá læknir þó ekki beðinn um ráðleggingar um blóðþynningarmeðferð á Páli, heldur einungis um svonefnda uppvinnslu. Kom ekki í ljós fyrr en við útskrift Páls af sjúkrahúsinu 7. október að ekki hefði verið leitað ráðgjafar um meðferð eins og skurðlæknirinn hafði óskað eftir. Að höfðu samráði við blóðmeinafræðing þann dag var ákveðið að auka skammt blóðþynningarlyfsins og Páli kennt að sprauta sig með því lyfi. Að kvöldi útskriftardagsins hné Páll niður á heimili sínu. Sjúkraflutningamenn og Ástríður reyndu endurlífgun í um 20 til 30 mínútur, en vegna blóðþurrðar varð Pál lfyrir miklum skemmdum á heila. Hann lést, en samkvæmt krufningarskýrslu var dánarorsök talin vera útbreitt hjartadrep með hjartabilun. Ástríður reisti kröfu sína á því að starfsmönnum hafi orðið á mistök við greiningu og meðferð sjúkdóms Páls sem hafi leitt til andláts hans. Í matsgerð sem hún aflaði var komist að þeirri niðurstöðu að mistök hafi í fjórum meginatriðum verið gerð við sjúkdómsgreiningu og meðferð Páls á Landspítala. Í fyrsta lagi hafi röntgenlæknar, sem greindu sneiðmyndir af kviði hans frá 28. og 30. september ekki greint myndirnar rétt. Rétt myndgreining hefði leitt til tímanlegrar blóðþynningarmeðferðar sem hefði unnið gegn frekari segamyndun og hefði þá hugsanlega ekki verið þörf á skurðaðgerð sem Páll gekkst undir 1. október 2011. Í öðru lagi hafi mistök verið gerð þegar læknar á skurðdeild hafi ekki hafið rétta blólðþynningarmeðferð við bláæðasega í garnahengi þegar sjúkdómurinn var greindur í skurðaðgerðinni en læknar hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en við útskrift Páls 7. október að sú meðferð væri ekki hafin.Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms í málinu.vísir/gvaÍ þriðja lagi hafi verið gerð mistök með því að læknar á skurðdeild hafi ekki veitt rétta stuðningsmeðferð við bláæðasega í garnahengi en í slíkri meðferð sé ráðlagt að gefa sýklalyf varla skemur en tíu daga, sérstaklega ef bólga hefur myndast í lífhimnu eins og hafi verið hjá Páli. Í fjórða lagi hafi læknar á skurðdeild ekki metið ástand Páls á réttan hátt áður en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu 7. október 2011. Í fyrrnefndri matsgerð var komist að þeirri niðurstöðu að telja megi nánast fullvíst að Páll hafi fengið bráða hjartsláttaróreglu heima hjá sér nokkrum klukkustundum eftir útskrift af Landspítala og hafi hún valdið svonefndum skyndidauða. Í matsgerð sem ríkið aflaði sagði að færa mætti fyrir því nokkuð sterk rök að höfuðástæður þess að Páll hafi fengið bráða hjartsláttaóreglu hafi verið tengdar blóðsega í garnahengi. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar ber íslenska ríkinu að greiða Ástríði 17.726.163 krónur. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00 Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01