Skotar vilja fá Heimi og Lars mælir með honum: „Ég er í besta starfi í heimi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 09:00 Heimir Hallgrímsson er væntanlega undir smásjá margra liða og landa. vísir/afp Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00