Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar. Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar.
Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira