Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2018 20:15 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent