Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 17:45 Skilmálarnir eru til endurskoðunar segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Vilhelm Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent