Hagtak krefst 174 milljóna vegna borhola í sjó neðan Klepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2018 08:00 Hagtak vann að borun og sprengingu í Sundahöfn neðan Klepps fyrir tveimur árum. Fréttablaið/GVA Vertakafyrirtækið Hagtak hefur stefnt Faxaflóahöfnum til greiðslu 173,6 milljóna króna. Hagtak tók að sér á árinu 2015 að sprengja fyrir hafnarkanti neðan Klepps í Sundahöfn. Fyrirtækið var það eina sem skilaði tilboði í verkið. Því var þó ekki tekið áður en frestur rann út að því er fram kemur í stefnu Hagtaks heldur gerðu Faxaflóahafnir síðar munnlegt samkomulag við verktakann um að annast verkið. Enginn skriflegur samningur hafi verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Hagtaks. Verkið fólst í borun og sprengingu klappar í sjó. Bora átti 250 til 350 holur og nota 2,5 til 3 tonn af sprengiefni. Eftir að boraðar höfðu verið yfir 30 holur frá desember fram í janúar tilkynntu Faxaflóahafnir Hagtaki 21. janúar 2016 að hætt yrði við verkið, að því er segir í stefnunni. Hagtak hafi lýst ónægju með þetta enda talið sig geta lokið verkinu fyrir tilsettan tíma og að fyrirtækið myndi verða fyrir gríðarlegu tapi. Faxaflóahafnir hafi þá einhliða tilkynnt að Hagtak fengi alls 81,6 milljónir króna fyrir sína þjónustu og hafnað síðan greiðslukröfum fyrirtækisins. „Það er meginregla í kröfurétti að greiða ber sanngjarnt verð fyrir vörur og þjónustu sé ekki um annað samið,“ segir í stefnu Hagtaks sem var lögð fyrir stjórn Faxaflóahafna síðastliðinn föstudag. Krafan er sundurliðuð þannig að um 143 milljónir eru vegna verksins sjálfs og 30,6 vegna missis hagnaðar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Vertakafyrirtækið Hagtak hefur stefnt Faxaflóahöfnum til greiðslu 173,6 milljóna króna. Hagtak tók að sér á árinu 2015 að sprengja fyrir hafnarkanti neðan Klepps í Sundahöfn. Fyrirtækið var það eina sem skilaði tilboði í verkið. Því var þó ekki tekið áður en frestur rann út að því er fram kemur í stefnu Hagtaks heldur gerðu Faxaflóahafnir síðar munnlegt samkomulag við verktakann um að annast verkið. Enginn skriflegur samningur hafi verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Hagtaks. Verkið fólst í borun og sprengingu klappar í sjó. Bora átti 250 til 350 holur og nota 2,5 til 3 tonn af sprengiefni. Eftir að boraðar höfðu verið yfir 30 holur frá desember fram í janúar tilkynntu Faxaflóahafnir Hagtaki 21. janúar 2016 að hætt yrði við verkið, að því er segir í stefnunni. Hagtak hafi lýst ónægju með þetta enda talið sig geta lokið verkinu fyrir tilsettan tíma og að fyrirtækið myndi verða fyrir gríðarlegu tapi. Faxaflóahafnir hafi þá einhliða tilkynnt að Hagtak fengi alls 81,6 milljónir króna fyrir sína þjónustu og hafnað síðan greiðslukröfum fyrirtækisins. „Það er meginregla í kröfurétti að greiða ber sanngjarnt verð fyrir vörur og þjónustu sé ekki um annað samið,“ segir í stefnu Hagtaks sem var lögð fyrir stjórn Faxaflóahafna síðastliðinn föstudag. Krafan er sundurliðuð þannig að um 143 milljónir eru vegna verksins sjálfs og 30,6 vegna missis hagnaðar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira