Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar. Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar.
Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira