Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 17:41 Innes lét á það reyna hvort 76 prósenta tollur íslenska ríkisins á innfluttar franskar væri löglegur. Vísir/Pjetur „Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
„Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49