Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina Stefán Benediktsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Benediktsson Mest lesið Halldór 28.06.2025 Halldór Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar
Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar