Útlit fyrir endurkomu Mitts Romney í stjórnmálin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana. vísir/afp Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Sjá meira
Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Sjá meira