Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 10:10 Alice Weidel og Valkostur fyrir Þýskaland ætla sér stóra hluti í sambandslandskosningunum. Weidel hefur lítið gert til þess að stoppa af samsæriskenningar um dauða frambjóðenda flokksins í fjölmennasta sambandslandinu. Vísir/EPA Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39