Ætla að halda „unga fólkinu“ á sjötugsaldri á hreyfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 08:39 Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, Janus Guðlaugsson frá Janusi heilsueflingu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri Stoðþjónustu Hafnarfjarðar, við undirritun samningsins. Hafnafjarðarbær Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Heilsa Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku.
Heilsa Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira