Tvö hundruð þúsund Salvadorum gert að yfirgefa Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 17:45 Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira