Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2018 08:00 Bensínverð hjá Costco er það lægsta á Íslandi. koma þeirra hefur ekki togað niður verð hinna olíufélaganna mikið niður. vísir/eyþór Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira
Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira