Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Embættisbústaður biskups Íslands í Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús í hjarta miðbæjarins. vísir/ernir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00